Besta ár í sögu sölu Audi bíla á Íslandi

Annað árið í röð hefur  Audi slegið sölumet sitt á Íslandi, en frá því innflutningur hófst á Audibílum hafa aldrei selst fleiri bílar á einu ári en 2018.

Alls seldust 305 Audi á árinu og þar af 294 til einstaklinga og fyrirtækja sem gerir Audi að mest selda þýska lúxusbílamerkinu á einstaklingsmarkaði, að því er segir í upplýsingum frá Heklu, umboðsfyrirtækinu fyrir Audi á Íslandi.

Af öllum seldum bílum Heklu falla 53,3% í flokk vistvænna bíla. „En þegar aðeins er litið til Audi var 65% af allri sölu merkisins á árinu 2018 tengiltvinnbílar. Félagarnir A3 e-tron og Q7 e-tron áttu stærstan hlut í því en þeir ganga báðir fyrir rafmagni og bensíni – og dísil.

Í nýliðnum desember frumsýndi Audi nýjan hreinan rafbíl, Audi e-tron quattro. Þar er á ferðinni fyrsti fjöldaframleiddi rafbíll Audi og um er að ræða fjórhjóladrifinn jeppa með drægi yfir 400 kílómetra samkvæmt nýju WLTP mælingarstöðlunum. „Spennan hefur verið mikil og nú þegar hafa hátt í hundrað manns forpantað bílinn sem kemur til Íslands á vormánuðum 2019,“ segir í tilkynningu Heklu.

mbl.is