Subaru og Jaguar Land Rover meðal verðmætustu merkja

Subaru Forester.
Subaru Forester.

Bandaríska greiningar- og ráðgjafarfyrirtækið ALG, sem vinnur náið með helstu bílsmiðum heims og bíla- og neytendavefnum TrueCar, veitti nýlega Subaru og Jaguar Land Rover aðal verðmætaverðlaun sín í ár.

Að mati ALG er Subaru besti almenni fólksbílaframleiðandinn 2019 og Jaguar Land Rover helsti framleiðandi lúxusbíla á markaðnum.

„Eftir bílgerðum framleiðenda fólksbíla er Jaguar I-Pace efstur í flokki rafbíla, Subaru Impreza í flokki minni fólksbíla og Subaru WRX í flokki sportbíla. Þegar hagkvæmni og nytsemi einstakra bílgerða var skoðuð urðu Subaru Crosstrek, Forester og Outback í þremur efstu sætunum og hjá Land Rover röðuðu sér í fjögur efstu sætin Land Rover Discovery Sport, Range Rover Sport, Land Rover Discovery og Range Rover í flokki lúxusbíla,“ segir í tilkynningu.

Við greiningu á bílum sem koma til greina sem handhafar Verðmætaverðlauna ALG eru margir mismunandi þættir notaðra bíla eftir flokkum skoðaðir, svo sem sögulegur áreiðanleiki, þróun í leitni markaðarins, hönnun og gæði ásamt samkeppnishæfni og markaðsfærslu. Í tilfelli Subaru er þetta sjöunda árið í röð sem merkið heldur sér í 1. sæti í sínum flokki hjá ALG á markaðnum vestra enda eru áreiðanleiki og öryggi helstu aðalsmerki Subaru og ástæða þess mikla dálætis sem Bandaríkjamenn hafa á Subaru.

Land Rover Discovery
Land Rover Discovery
mbl.is