Tilbúinn í sól og sumar

Mikið er lagt í hinn nýja blæjubíl Porsche.
Mikið er lagt í hinn nýja blæjubíl Porsche.

Skömmu fyrir jól var ný kynslóð Porsche 911 kynnt til leiks. Svo sem áratuga hefð kveður á um verður hann meðal annars í boði sem blæjubíll.

Porsche kynnti fyrstu útgáfu af 911 blæjubílnum á bílasýningunni í Frankfurt árið 1981 og rúllaði fyrsta eintakið af færiböndunum 1982. Blæjuútgáfa nýs 911, Porsche 992, mun einnig skarta öllum þeim nýjungum sem kynntar voru með Coupe útgáfu hans fyrir jól.

Með nýja bílnum verður opnun og niðurfelling blæjunnar enn sneggri en áður hefur þekkst. Mögulegt verður að opna og fella blæjuna á allt að 50 kílómetra hraða á klukkustund. Er það ferli algerlega sjálfvirkt og tekur um tólf sekúndur.

„Í fyrstu mun blæjuútgáfan einungis verða fáanleg afturhjóladrifin eða sem Carrera S og fjórhjóladrifin sem Carrera 4S. Í báðum tilfellum sér 450 hestafla, þriggja lítra boxervélin um að skila bílnum áfram á enn kraftmeiri, hagkvæmari og umhverfisvænni hátt en áður. Aflinu er síðan skilað í hjólin í gegnum átta gíra tvíkúplaða skiptingu Porsche, PDK. Allt þetta skilar Carrera S bílnum frá 0 til 100 kílómetra hraða á 3,7 sekúndum og Carrera 4S bílnum á 3,6 sekúndum,“ segir í tilkynningu.

Til að auka enn akstursgetu- og ánægju bílsins hefur staðsetning vélar- og vélarfestinga verið endurhönnuð ásamt því að í fyrsta skipti í 911 blæjubíl er hægt að panta stillanlega, rafeindastýrða fjöðrun Porsche, eða PASM. Hún hefur meðal annars í för með sér 10 millilmetra lækkun á bílnum og stífari gorma.

Hinn nýji 911 blæjubíll virðist breiðari, sjálfsöruggari og heilt yfir krafta- og vígalegri en fyrirrennarinn, segir einnig í tilkynningunni. Breiðari bretti hvíla yfir 20 tommu felgunum að framan og 21 tommu að aftan og eru nú allar útgáfur bílsins jafn breiðar, hvort sem um er að ræða aftur- eða fjórhjóladrifna.

Einnig skarta allar útgáfur nokkuð breiðara vindskeiði að aftan en áður sem undirstrikar enn kraftalegra útlit ásamt tengingu milli afturljósa. Með örfáum undantekningum eru allir hlutar ytra byrðis bílsins nú gerður úr áli.

Innréttingin hefur verið endurhönnuð á sportlegan máta, skarpar línur og innfellt mælaborðið gefa fyrirheit um það sem koma skal. Beggja vegna snúningshraðamælisins eru tveir skjáir til miðlunar upplýsinga. Fyrir miðri innréttingu er svo 10,9 tommu stór skjár þaðan sem hægt er að stýra því sem vera vill varðandi uppsetningu bílsins, hljómtæki, leiðsögukerfi og þess háttar.

Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
Nýi blæjubíll Porsche.
mbl.is