Jimny-æði í Japan

Jimny Monster trukkur er engin smásmíði og yfirbragð þessa vígalega …
Jimny Monster trukkur er engin smásmíði og yfirbragð þessa vígalega risa er í hróplegri mótsögn við hinn blíða óbreytta smájeppa Jimny.

Æði fyrir litla jeppanum Suzuki Jimny er gengið í garð í Japan. Alþjóðlega bílasýningin í Tókýó var kraftbirting þess en þar voru sýndir yfir tuttugu Jimny sem breytt hafði verið mjög.

Fjöldi bílbreytingafyrirtækja mætti til leiks á sýningunni og sýndi þar afurðir sínar. Var ekkert í yfirbyggingunni eða hjólabúnaði þeim heilagt; allt var breytingum undirorpið. Annaðhvort stækkaðir Jimny, snaggaralegri eða hraðskreiðari; já eða allt þetta í einu.

Þá hafði yfirbyggingin á einum bílnum verið bókstaflega klippt í tvennt og sætum fækkað um helming til að rýma fyrir palli. Og í anda bílbreytinga íslenska fyrirtækisins Arctic Trucks var orðinn til trukkur að nafni Jimny Monster. Undir hann voru komin 40 tomma dekk og í vélarhúsinu býr nú afar öflug Nissan GTR V6-vél með tvöfaldri forþjöppu, eða sú hin sama vél og knúið hefur Toyota Hiace-jeppann.

Óhætt er að segja að Japanirnir koma stöðugt á óvart á sviði bílsmíði. agas@mbl.is

Jimny á ferð í kraftmiklu íslensku landslagi.
Jimny á ferð í kraftmiklu íslensku landslagi.
Jimny á ferð í kraftmiklu íslensku landslagi.
Jimny á ferð í kraftmiklu íslensku landslagi.
Jimny á ferð í kraftmiklu íslensku landslagi.
Jimny á ferð í kraftmiklu íslensku landslagi.
Jimny á ferð í kraftmiklu íslensku landslagi.
Jimny á ferð í kraftmiklu íslensku landslagi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: