Bjargvættur á hamfarasvæðum

Hyundai Elevate fer þangað sem önnur farartæki komast ekki.
Hyundai Elevate fer þangað sem önnur farartæki komast ekki.

Tilgangurinn að baki nýjustu farartækjum Hyundai er góður. Þeim er ætlað að fara fyrst á vettvang við náttúruhamfarir og því er hreyfigeta þeirra mögnuð.

Þeir sem björgunar- og rústavinnu sinna á hamfarasvæðum vita betur en aðrir hversu mikilvægt er að björg berist á fyrstu 72 stundum eftir að hamfarir dynja yfir eigi að bjarga mannslífum.

Afar torfært getur verið á hamfaravettvangi og eyðilegging mikil. Til dæmis eftir skógarelda, jarðskjálfta, fellibylji og flóð. Við þær aðstæður getur verið bæði tafsamt og torsótt að komast í tæka tíð á vettvang, til fórnarlambanna.

Þörfin fyrir skilvirk og snögg flutningatæki við slíkar kringumstæður er ástæða þess að Hyundai hefur hafist handa um þróun bíls með hreyfanlega arma. Ber hann nafnið Elevate og er lýst sem allsherjar hreyfifarkosti (UMV). Byggist hann á tækni rafbíla og vélmenna. Kostir hans eru að komast þangað sem útilokað er fyrir annars konar farartæki.

„Í kjölfar flóðbylgju eða jarðskjálfta geta björgunarbílar dagsins aðeins athafnað sig við jaðar hamfarasvæðisins. Þaðan verða björgunarmenn að fara fótgangandi. Elevate kemst um allt svæðið og getur klifrað upp brekkur og yfir húsarústir,“ segir John Suh, framkvæmdastjóri sem fer með málefni svonefndrar Hyundai Cradle hjá kóreska bílsmiðnum.

Hann segir að brúka megi farartækin til annarra hluta en við rústabjörgun. Þau gætu hentað hreyfihömluðum að komast leiðar sinnar, til dæmis inn og út úr byggingum sem verið hafa óaðgengilegar fötluðum.

agas@mbl.is

Hægt er að útfæra Hyundai Elevate til margvíslegra hlutverka.
Hægt er að útfæra Hyundai Elevate til margvíslegra hlutverka.
Hyundai Elevate fer þangað sem önnur farartæki komast ekki.
Hyundai Elevate fer þangað sem önnur farartæki komast ekki.
Engin hindrun er það stór að Hyundai Elevate komist ekki …
Engin hindrun er það stór að Hyundai Elevate komist ekki yfir hana.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »