Rafbílar á toppinn í Noregi

Rafbíllinn Nissan Leaf drottnaði á bílamarkaði í Noregi 2018 og …
Rafbíllinn Nissan Leaf drottnaði á bílamarkaði í Noregi 2018 og var langsöluhæsti bíllinn þar. mbl.is/Valgarður Gíslason

Rafbílar eru að taka forystu á bílamarkaðinum í Noregi eftir að hafa verið í stöðugri sókn um árabil. Langsöluhæsti bíllinn 2018 var Nissan Leaf og velti hann Volkswagen Golf úr sessi en hann hafði selst bíla best í Noregi í áratug.

Þriðji hver bíll sem seldur var þar í landi í fyrra losar enga mengun. Af Leaf voru nýskráð 12.303 eintök sem er 265% aukning frá árinu áður. Tók salan mikinn fjörkipp eftir að nýr og langdrægari Leaf kom á götuna seint á árinu 2017. Hefur umboðið í Noregi notið þess að lítil sem engin bið hefur verið eftir bílnum frá Nissan.

Samkvæmt upplýsingum frá samtökum rafbílaeigenda voru 35.000 Norðmenn á biðlista um áramótin eftir nýjum rafbíl. Í sumum tilvikum getur biðin verið allt að því á annað ár.

Samtökin segja allt benda til þess að skerfur rafbíla af heildar bílasölunni í Noregi fari yfir 50% á nýbyrjuðu ári, 2019.

Mest seldu bílarnir í Noregi á nýliðnu ári voru sem hér segir, en í svigum eru tölur yfir aukningu sölu viðkomandi módels eða samdrátt:

Nýskráðir bílar 2018

1. Nissan Leaf 12.303 (264,6 %)

2. VW Golf 9.859 (-18,9 %)

3. BMW i3 5.687 (12,9 %)

4. Tesla Model X 4.981 (4,9 %)

5. Mitsubishi Outlander 4.323 (1,1 %)

6. Toyota Yaris 3.856 (-5,3 %)

7. Volvo XC60 3.687 (49,0 %)

8. Tesla Model S 3.633 (-2,1 %)

9. Toyota RAV4 3.627 (-24,8 %)

10. Renault Zoe 3.141 (24,0 %)

11. Skoda Octavia 3.134 (-13,0 %)

12. Toyota C-HR 3.098 (-11,7 %)

13. Hyundai Ioniq 2.971 (25,3 %)

14. Volvo V90 2.902 (-15,3 %)

15. VW Passat 2.692 (-40,8 %)

16. Toyota Auris 2.426 (-25,3 %)

17. BMW 2-serie 1.943 (-18,8 %)

18. VW T-Roc 1.855 (6296,8 %)

19. Mazda CX-5 1.853 (1,9 %)

20. Mercedes GLC 1.840 (-23,0 %)

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »