194 bílar Volvo innkallaðir

Volvo V60 er meðal þeirra tegunda sem hafa verið kallaðar …
Volvo V60 er meðal þeirra tegunda sem hafa verið kallaðar inn.

Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is.

Um er að ræða bíla sem framleiddir eru árin 2015 og 2016 af tegundinni Volvo V40, V40CC, S60, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og XC90. Helsta einkenni gallans er að brunalykt myndast í vélarrými.

Brimborg segir vinnu að úrbótum þegar hafna og að fyrirtækið hafi sett sig í samband við nokkra eigendur, jafnframt fara út bréf til allra eigenda umræddra bíla á næstunni. Þá verður rörunum skipt út eins fljótt og varahlutur fæst.

Á heimsvísu snýr þetta að um 200 þúsund bílum fyrirtækisins og eru 37 þúsund þeirra í Svíþjóð, að því er fram kemur í umfjöllun Aftonbladet.

„Rannsóknir Volvo Cars hafa sýnt fram á vandamál með eldsneytisrör, þar sem geta myndast sprungur. Þess vegna verða allir bílar sem þetta varðar kallaðir inn sem liður í fyrirbyggjandi öryggisráðstöfun. Það sem getur gerst er að eldsneytið getur farið að leka út í vélarrýmið,“ er haft eftir Annika Bjerstaf, fjölmiðlafulltrúa Volvo Cars.

mbl.is