Höldum fókus og tölum ekki í farsímann við akstur bílsins

Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri.

Að þessu sinni er sjónum beint að þeirri áhættu sem við tökum í lífinu, sem stundum er þess virði að taka. Það að nota símann undir stýri borgar sig þó ekki eins og sést í kynningarverkefni átaksins.

Auglýsingastofan Tjarnargatan sá um hugmyndavinnu og framkvæmd verkefnisins og er óhætt að lofa sterkum hughrifum sem munu fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það tekur aftur upp símann við akstur. Verkefnið uppfyllir öll skilyrði um persónuvernd og eru engar upplýsingar af reikningi notandans varðveittar eða miðlað áfram, segir í frétt frá Samgöngustofu.

Þetta er fjórða skiptið sem Höldum fókus-átakinu er hrundið af stað en það hefur ætíð vakið mikla athygli og sýnt mælanlegan árangur í könnunum sem Samgöngustofa hefur gert. Verkefnið á Íslandsmet í deilingu á samfélagsmiðlum en fyrsta átakinu var deilt um það bil 36.000 sinnum á Facebook. Hluti fyrri verkefna Höldum fókus hefur verið notaður erlendis, og hafa nokkur lönd lýst yfir áhuga á að setja upp sambærilega herferð og þessa. Hægt er að fara inn á www.holdumfokus.is til að sjá efnið.

Mesti slysavaldurinn

„Notkun síma undir stýri er af þeim sem vinna að umferðaröryggismálum í heiminum í dag talin einn alvarlegasti og mesti slysavaldurinn. Það er því afar mikilvægt að herferð sem þessi nái athygli sem flestra,“ segir Samgöngustofa.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »