Tesla reynd neðanjarðar

Tesla Model X í göngunum undir Kaliforníu.
Tesla Model X í göngunum undir Kaliforníu.

Þröng jarðgöng eru tæpast æskilegt brautarstæði fyrir hinn sportlega rafbíl Tesla Model X.  

Eigandi Tesla-fyrirtækisins og aðalstjórnandi, Elon Musk, fer yfirleitt ótroðnar slóðir. Eins og með því að bregða sér í ökuferð neðanjarðar í borginni Hawthornem, sem er suður af Los Angeles.

Göng þessi á Tesla og eru þau liður í nýju framtíðarsamgöngukerfi neðanjarðar. Tengdist aksturinn tímamótum í gangnagerðinni en þau eru hluti af sýn Musk á það hvernig létta megi á umferðinni á Los Angeles svæðinu.

Göngin sem bíllinn fór um - að hluta til sjálfekinn - eru 2,3 kílómetra löng og fjórir metrar að þvermáli. Sér Musk fyrir sér að um þau muni streyma sjálfeknir bílar í stríðum straum í framtíðinni.

mbl.is