Á barmi hengiflugs

Flutningabíllinn hálfur fram af hengifluginu.
Flutningabíllinn hálfur fram af hengifluginu. Ljósmynd/Herlögregla de l'Ardeche

Þegar óvarlega er farið, of hratt ekið og athyglin ekki við veginn getur farið illa.

Það mun vera ástæða þessa furðulega hangs á franskri fjallsbrún sem myndin sýnir. Þykir það kraftaverki líkast að bílstjórinn slapp óskaddaður.

Klukkan sex að morgni um miðjan janúar var hann á ferð  á RD104 veginum milli Privas og Aubenas í sýslunni Ardeche í Frakklandi.

Af ókunnri ástæðu missti bílstjórinn vald á bílnum sem skautaði yfir brautarvegginn en féll þó aldrei allur fram af og niður í hyldýpið, þökk sé afturöxli.

Óhappið átti sér stað við fjallstindinn en bíllinn var leið yfir hann. Vegurinn er í skugga og þykir viðsjálfverður, ekki síst í bleytu en þá er hann flugháll.

Ökumanninum tókst að koma sér út úr bílnum um hliðarrúðu, bara með skrámað stolt en ómeiddur að öðru leyti.

mbl.is