Gríðarlegt tap Jaguar Land Rover

L+uxusbíllinn Jaguar E-pace.
L+uxusbíllinn Jaguar E-pace. mbl.is/​Hari

Jaguar Land Rover bókfærði hjá sér tap vegna síðasta ársfjórðungs 2018 upp á 3,4 milljarða punda, jafnvirði 530 milljarða króna, eftir hrun í bílasölu í Kína.

Skráði JLR verðmæti bílsmiðja sinna og fjárfestina 3,1 milljarðs punda lægri (483 milljarða króna). Leiddi það m.a. til 3,4 milljarða punda tapsins, sem er hið mesta í sögu fyrirtækisins.

Bílasala á lokafjórðunginum nam 6,2 milljörðum punda miðað við 6,1 milljarð fyrir sama tímabil 2017. Seldi fyrirtækið 144.602 bíla á fjórðungnum  miðað við 154.447 árið áður.

Að afskriftunum frátöldum nam tap á rekstri JLR á fjórðungnum 273 milljónum punda, jafnvirði 53 milljarða króna.

mbl.is