Í klípu vegna veislu í Versölum

Djammað í Versölum. Frá sýningu á lífinu í höllinni á …
Djammað í Versölum. Frá sýningu á lífinu í höllinni á átjándu öld, í salnum sem veisla Ghosn fór fram. Þannig hafa gestir hans líklega verið klæddir.

Vandamálin hrúgast upp í fangi Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Renault og Nissan. Hefur fyrrnefndi bílsmiðurinn vakið athygli saksóknara á meintri misnotkun hans varðandi íburðarmikla brúðkaupsveislu í Versölum sem hann  lét Renault borga.

Renault hefur beðið saksóknara að skoða hvort um misnotkun hafi verið að ræða, eins og fyrirtækinu sýnist að verið hefði, er Ghosn fagnaði annarri hjónavígslu sinni og afmæli  eiginkonunnar með rausnarveislu milli í salarkynnum Versalahallar árið 2016.

Renault hafði aðgang að höllinni í krafti ríkulegrar styrkveitingar til reksturs hallarinnar. Þann aðgang mátti einungis nýta í þágu bílsmiðsins, en ekki einkasamkvæma sem veislu Ghosn.

Fór veislan fram í sal sem kenndur er við margar og miklar ljósakrónur. Klæddust gestir í stíl við franskan viðhafnarfagnað á dögum Maríu Antoinette á 18. öld.

Af hálfu Renault er því haldið fram, að með því að láta fyrirtækið borga reikninginn fyrir veisluna hafi Ghosn hagnast persónulega um 50.000 evrur, jafnvirði tæpra sjö milljóna króna.

Lögmaður hins smáa en knáa fyrrverandi forstjóra hefur sagt að vegna misskilnings hafi reikningurinn ekki ratað rétta leið. Væri skjólstæðingur sinn fús til að bæta úr og borga reikninginn, en hann hefur dúsa í fangelsi í Japan frá í nóvember, sakaður um fjármálaglæpi sem forstjóri Nissan.


Gestir í veislu Ghosn. Tæplega en svona hafa þeir verið …
Gestir í veislu Ghosn. Tæplega en svona hafa þeir verið klæddir miðað við kröfu gestgjafans um klæðaburð í brúðkaupsveislunni og afmæli nýju eiginkonunnar.
mbl.is