Nýtt toppmódel frá Range Rover

Flott vinnuaðstaða fyrir ökumann.
Flott vinnuaðstaða fyrir ökumann.

Hönnun Range Rover Velar höfðar til margra og nú er nýtt módel í þeirri bílaseríu að koma á markað. Bíll  með sín sjálfstæðu sérkenni og krafta í kögglum.

Til þess að geta borið fram nafnið á þessum nýja bíl án þess að þurfa að stoppa á leiðinni þurfa menn helst vera með langhlauparalungu! Jú, svona hljómar það í kirkjubókunum: „Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition“.

SV stendur fyrir sérbílasmíði Range Rover, eða Special Vehicles Operations en það gefur til kynna að toppbíll þessi verði smíðaður í takmörkuðu upplagi í eitt ár.

Undir vélarhlífinni er að finna 5,0 lítra hverfilblásna V8-vél sem sögð er 550 hestöfl. Fyrir tilstilli hennar má rífa bílinn úr kyrrstöðu upp í hundraðið á aðeins 4,3 sekúndum. Er topphraði bílsins 274 km/klst sem er gríðarlegt fyrir fullvaxinn fjölskyldujeppa. 

Nýtt grill, nýir stuðarar framan greina þennan sérbíl frá hófsamari fjölskyldumeðlimum. Sérblandað bláleitt lakk að nafni Satin Byron Blue verður einungis í boði fyrir  SVAutobiography Dynamic Edition, og öll módelin eru með þaki í svörtum lit, Narvik Black. Annars má velja um sex mismunandi liti á bílinn og fjórar mismunandi litasamsetningar í innanrými hans en þar er svonefnt Windsor leður ráðandi.

Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition heitir hann ...
Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition heitir hann þessi.
Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition heitir hann ...
Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition heitir hann þessi.
Ekki slorleg vinnuaðstaða í Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography ...
Ekki slorleg vinnuaðstaða í Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition.
Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition.
Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition.
Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition
Land Rover Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic Edition
mbl.is