338 módel í boði

Renault Clio var söluhæsti bíllinn í Frakklandi í fyrra.
Renault Clio var söluhæsti bíllinn í Frakklandi í fyrra.

Fyrirtækið JATO Dynamics hefur jafnan gott yfirlit yfir bílamarkaðinn í Evrópu og upplýsir, að í fyrra hafi neytendum staðið til boða alls 338 mismunandi bílamódel.

Í þessu mikla framboði hafa líklega flestir getað fundið bíl við sitt hæfi. Annað blasir við þegar rafbílar eru annars vegar. Af þeim voru í boði aðeins 25 módel, þ.e.a.s. af þeim módelum sem seldust í tíu eintökum eða meira 2018.

Í hópi rafbíla voru aðeins fimm jeppamódel, þar af komu þrjú á götuna í fyrra. Auk þess liggur fyrir að minnst þrír nýir rafjeppar koma á götuna í ár. agas@mbl.is

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »