Yfir 400.000 Leaf seldir

Nýjasta útgáfan af Nissan Leaf hefur orðið til að styrkja ...
Nýjasta útgáfan af Nissan Leaf hefur orðið til að styrkja bílinn mjög í samkeppni við önnur bílamódel. AFP

Nissan Leaf er söluhæsti rafbíll sögunnar og nú hefur hann rofið 400.000 eintaka múrinn í sölu.

Að sögn Nissan hafa eigendur þessara bíla lagt að baki á annan tug þúsunda kílómetra á vegunum.

Þessi fjöldi Leaf sem seldir hafa verið frá því bíllinn kom fyrst á götuna árið 2010 hefur sparað olíunotkun sem svarar 3,8 milljónum fata á ári.

„Þessi áfangi er kröftugur vitnisburður um að 400.000 kaupendur meta Nissan Leaf bílinn sem spennandi kost og traustan,“ segir Daniele Schillaci markaðs- og sölustjóri rafbíla hjá Nissan.

Í fyrra var Leaf ekki einungis söluhæsti rafbíllinn í heiminum, heldur söluhæsti bíllinn af öllum gerðum í Noregi.   

Sem stendur er Nissan Leaf seldur í rúmlega 50 löndum. Á fyrri helmingi ársins bætast sjö nýir markaðir í rómönsku Ameríku við og á árinu öllu bætast sjö markaðir við í Asíu og Eyjaálfu.

Nissan Leaf.
Nissan Leaf.
mbl.is