Banna ætti hægagang við skóla

Sérfræðingar enska heilbrigðiseftirlitsins vilja bann við lausagangi bíla í grennd …
Sérfræðingar enska heilbrigðiseftirlitsins vilja bann við lausagangi bíla í grennd við skóla.

Banna ætti bíla í lausagangi nærri skólum segir í nýútkominni skýrslu enska heilbrigðiseftirlitsins (PHE).

Þar er hvatt til ýmissa ráðstafana til að ná þessu markmiði. Meðal annars með afmörkuðum akreinum og ókeypis bílastæðum fyrir rafbíla, svo og umtalsverðri fjölgun hleðslustöðva fyrir rafbíla.

Ennfremur að tekið verði upp sérstakt mengunargjald í öllum borgum landsins fyrir akstur í mesta þéttbýlinu.

Í skýrslunni segir að milli 28.000 og 36.000 dauðsföll á ári megi rekja til langvarandi varnarleysis gagnvart manngerðri loftmengun. Bent er á ráðstafanir sem sveitarstjórnir geti gripið til í baráttunni gegn loftmengun.

Hvetja sérfræðingar PHE til hreinni samganga og fjölgun göngu- og hjólreiðastíga til að bæta heilbrigði fólks. Segja þeir sterkar vísbendingar fyrir hendi þess efnis að loftmengun valdi kransæðasjúkdómum, hjartaslagi, öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabba. Einnig versna ýmsir kvillar við mengunina,  til dæmis asma.

mbl.is