Ætla selja 22 milljónir rafbíla

Frá kynningu VW samsteypunnar á framtíðar rafbílum hennar.
Frá kynningu VW samsteypunnar á framtíðar rafbílum hennar.

Volkswagensamsteypan hefur endurskoðað áætlanir sína um framleiðslu og sölu rafbíla næsta áratuginn. Þar er gert ráð fyrir mun meiri umsvifum en áður.    

Í upphaflegri áætlun var gengið út frá sölu 17 milljóna rafdrifinna bíla en í endurskoðaðri spá telur samsteypan sig geta við árslok 2028 selt  22 milljónir bíla, sem ganga fyrir rafhlöðum, á ári, af öllum merkjum, þ.e. Volkswagen, Audi, Porsche, Skoda og Seat.

Volkswagen-samsteypan segist ennfremur að á umræddum áratug áformi hún að smíða og selja 70 mismunandi ný bílamódel, miðað við 50 módel í fyrri áætlun. Fyrstu módelin í þessari nýbylgju eru Audi e-tron og Porsche Taycan og stutt er í að VW I.D. og  Seat el-Born komi á götuna.

VW segir það markmið sitt með þessum nýju módelum að minnka koltvíildisspor bílaframleiðslunnar um 30% frá því sem það var árið 2015.  

mbl.is