BL innkallar 429 bifreiðar

Táknmerki Subaru
Táknmerki Subaru

Bílaumboðið BL hefur innkallað 429 bíla af gerðunum Subaru Forester og Impreza XV af árgerðunum 2012 til 2015. Um er að ræða 429 bifreiðar.

Ástæða innköllunarinnar er að bremsuljósarofi getur orðið óvirkur við ákveðnar aðstæður. Við innköllun verður skipt um bremsuljósarofa. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis, segir á vefsíðu Neytendastofu.

Þá hefur Bílabúð Benna einnig tilkynnt stofunni, að innkalla þurfi Porsche bifreiðar af tegundunum Macan og Cayanne af árgerðunum 2017 til 2018.  

Um er að ræða 8 bifreiðar og er ástæða innköllunarinnar sú að skipta þarf út skíðapoka sem fylgja bifreiðunum. Þeir uppfylla ekki öryggiskröfur ef slys á sér stað. Prófanir hafa leitt í ljós að festingar pokans eru ekki nægilega traustar og sé pokinn notaður fyri skíðabúnað getur hann valdið miklu tjóni við árekstur. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

mbl.is