Bugattiblakkurinn dýrasti nýbíll sögunnar

Bugatti blakkurinn og hin margfalda pústgrein.
Bugatti blakkurinn og hin margfalda pústgrein.

Mörgum afburða ofur- og lúxusbílum var teflt fram á bílasýningunni í Genf fyrr í mánuðinum. Einn þeirra var umræddari en allir hinir, eða Bugattiblakkurinn. Í samræmi við franskan uppruna bílsins er heiti hans „La Voiture Noire“.

Er hann dýrasti nýi bíll sögunnar, fáanlegur á 11 milljónir punda, eða jafnvirði tæpra 1,8 milljarða króna.

Því er haldið fram að þarna sé á ferðinni lúxusofurbíll sem útilokað sé að selja. Bugattiblakkurinn var smíðaður í tilefni 110 ára afmælis Bugatti og til að heiðra minningu fjögurra annálaðra Type 57 SC Atlantics bíla sem sjálfur Jean Bugatti hannaði og ók á fjórða áratug síðustu aldar. Þeim bíl er gjarnan lýst sem klassískri listasmíði og almennt sagður eitt fallegasta hreyfanlega listaverk heimsins.

En hvers vegna var blakkurinn smíðaður? Svarið mun vera, að ótilgreindur einstaklingur hafi sérpantað hann hjá Bugatti. Hann mun hafa vitað nákvæmlega hvað hann vildi og hvað hann mátti kosta. Í umsögn um bílinn frá Genf segir að handverkið sé eins og best verður á kosið og smíðagæðin einstök. Ekkert hefur verið látið uppi um afköst bílsins annað en að hann sé búinn 1.500 hestafla vél. „Fjöldi viðskiptavina okkar sýnir sérsmíði áhuga og við búum til hugmyndir og leggjum fyrir þá,“ sagði Stephan Winkelmann, forstjóri hins fræga franska bílsmiðs á Genfarsýningunni.

Afdrif eins framangreindu bílanna fjögurra eru enn einhver stærsta ráðgáta bílasögunnar, meira en 80 árum að hann hvarf sporlaust af yfirborði jarðar. Hefur hans verið leitað allar götur síðan, að sögn Bugatti. „Líklega hvarf hann skömmu fyrir innrás þýska hersins í Alsace þegar flytja átti hann í skjól á öruggu svæði Frakklands.

agas@mbl.is

Bugatti blakkurinn er fremur óárennilegur.
Bugatti blakkurinn er fremur óárennilegur.
Bugatti blakkurinn er afar straumlínulaga.
Bugatti blakkurinn er afar straumlínulaga.
Bugatti blakkurinn er hannaður til að smjúga léttilega gegnum loftið.
Bugatti blakkurinn er hannaður til að smjúga léttilega gegnum loftið.
Bugatti blakkurinn er hannaður til að smjúga léttilega gegnum loftið.
Bugatti blakkurinn er hannaður til að smjúga léttilega gegnum loftið.
Bugatti blakkurinn í Genf.
Bugatti blakkurinn í Genf.
Bugatti blakkurinn í Genf.
Bugatti blakkurinn í Genf.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »