Volvo kynnir verndarlykil

Verndarlykill Volvo er stillanlegur fyrir nokkra notendur.
Verndarlykill Volvo er stillanlegur fyrir nokkra notendur.

Volvo hefur ákveðið að svonefndur Care Key, eða verndarlykill, verði staðalbúnaður í öllum nýjum bílum frá árinu 2021. Eigendur Volvo geta notað lykilinn og stillt hraðatakmörk fyrir sig, fjölskyldumeðlimi og aðra sem þeir lána bílinn. Þannig getur fólk lánað bílana sína af meira öryggi.

Útgáfan á Care Key fylgir eftir tilkynningu frá Volvo fyrr í mars um að takmarka hámarks aksturshraða við 180 km/h í öllum nýjum Volvo frá árinu 2020. Með því eru send skýr skilaboð um hættuna af hraðakstri, að því er segir í tilkynningu frá Volvo.

Håkan Samuelsson forstjóri Volvo segir að fyrirtækið vilji hefja samræður við bílaframleiðendur um það hvort þeir hafi rétt á eða jafnvel beri skylda til að innleiða tækni sem breytir hegðun ökumanna.

Hraðatakmörkunin og verndarlykillinn eru bæði hluti af því frumkvæði og sýnir hvernig bílaframleiðendur geta lagt sitt af mörkum til að ná því fram að banaslysum fækki niður í núll.

Markmið Volvo Cars er að enginn ætti að slasast alvarlega eða látast í nýjum Volvo-bíl frá og með árinu 2020.

mbl.is