Vaxandi losun gróðurhúsalofts

Liðsmenn Greenpeace krefjast þess fyrir utan skrifstofur Þýskalandskanslara í Berlín, …
Liðsmenn Greenpeace krefjast þess fyrir utan skrifstofur Þýskalandskanslara í Berlín, að hætt verði að smíða dísil- og bensínbíla. AFP

Bílar knúnir öðrum orkugjöfum en jarðeldsneyti voru með rúmlega 5% hlutdeild í þýska bílamarkaðnum í fyrra, 2018.

Mest varð aukningin í sölu bíla sem ganga fyrir jarðgasi, eða um 190% í 10.800 bíla.

Tvinnbílum fjölgaði um 79% í 99.000 bíla og hreinum rafbílum fjölgaði um 44% og seldust 36.000 slíkir.
 
Þrátt fyrir þetta jókst losun þýska bílaflotans á gróðurhúsalofti, koltvíildi, um 3,8 grömm  í 132,2 g CO2/km fyrstu þrjá ársfjórðungana 2018. Sérfræðingar telja að aukningin hafi  haldið áfram lokafjórðunginn. Samdráttur í brennslu dísils er ein af opinberu skýringunum á því.

mbl.is