Volvo vex

XC 40 er næstvinsælasti Volvobíllinn í ár.
XC 40 er næstvinsælasti Volvobíllinn í ár. mbl.is/​Hari

Volvo naut velgengis á fyrsta fjórðungi ársins en á tímabilinu jóks sala Volvo fólksbíla um 9,4%, miðað við sama tímabil í fyrra.

Alls seldi Volvo 161.320 fólksbíla frá áramótum til marsloka í ár. Munaði þar mest um vöxt á lykilmörkuðum bílsmiðsins, Kínamarkaði, Bandaríkjunum og Evrópu.

Volvojeppar draga vagninn. Mest seldist XC60, síðan XC40 og XC90. Tveir nýir bílar í 60-seríunni, V60 og S60, sóttu einnig mjög í sig veðrið.

mbl.is