Bullandi vöxtur hjá Dacia

Nýr Dacia Duster sló í gegn 2018.
Nýr Dacia Duster sló í gegn 2018.

Dacia-bílar hafa verið í miklum vexti en hraðast hafa markaðir fyrir bílinn vaxið í Frakklandi og Rúmeníu, yfir 20% á ári í báðum löndum, en bíllinn er framleiddur í því síðarnefnda.

Dacia er dótturfélag Renault og nýtir rúmenski bílsmiðurinn þaulreynda íhluti úr hinum ýmsu módelum Renaultbíla, aðallega Clio. Fyrir bragðið eru Daciabílar með lægstu bilanatíðni fólksbíla, samkvæmt úttekt franska bílaritsins AutoPlus.

Vöxtur Dacia hefur verið umfram aukningu heimsmarkaðarins í fyrra en þá komu678.717 eintök á götuna, sem var 6,3% aukning frá 2017. Greiningarfyrirtækið focus2move spáir því að árið 2025 verði sala Daciabíla komin í 893.149 eintök a ári.

Er nú svo komið að Dacia er í 33. sæti á lista yfir helstu bílsmiði heims, þökk sé undraverðum vexti á árabilinu 2010-2018. Á því tímabili tvöfaldaðist sala Dacia.

Stærstu markaðir Dacia eru Frakkland og Þýskaland en einnig hafa verið að vaxa mjög hratt hin síðari ár Ítalía, Spánn og Marokkó.

Nýi Dacia Stepway Sandero hefur fengið ýmsar andlitslyftingar.
Nýi Dacia Stepway Sandero hefur fengið ýmsar andlitslyftingar. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson
mbl.is