Loftpúðaskipti í bílum frá BL

Bækistöðvar BL
Bækistöðvar BL

Um þessar mundir stendur yfir öryggisinnköllun á bílum með mögulegan galla í ræsibúnaði fyrir loftpúða frá japanska framleiðandanum Takata.  Innköllunin er ein sú viðamesta að umfangi sem bílaframleiðendur hafa staðið frammi fyrir og snertir marga framleiðendur.

Af þeim merkjum sem BL selur og þjónustar þarf að skipta um loftpúða í tilteknum gerðum og árgerðum fólksbíla frá Nissan, Subaru og BMW.

Loftpúðaskiptin eiga ekki við bíla frá Dacia, Hyundai, Isuzu, Jaguar, Land Rover, MINI og Renault.

Í tilkynningu segir að mjög mikilvægt sé að eigendur ökutækjanna sem um ræðir svari þegar sendri innköllun BL til eigenda bíla sem skipta þarf um loftpúða í. Til að auðvelda bíleigendum ferlið hefur BL sett upp sérstaka vefsíðu á bl.is (https://innkollun.bl.is/) þar sem hægt er að slá inn 5 stafa bílnúmeri (svokölluðu fastanúmeri) til að sjá hvort bíll viðskiptavina sé á innköllunarskrá.

Sé bíllinn á skránni er biður BL eigendur að hafa samband í síma 525 8000 til að panta endurgjaldslausan tíma í loftpúðaskipti.

Innkallanirnar eiga aðeins við um þá bíla sem BL hefur flutt inn. Nauðsynlegar upplýsingar um aðra bíla af merkjum BL sem fluttir fluttir voru inn af öðrum, nýir eða notaðir, þarf að leita sérstaklega að í kerfum framleiðenda. Hægt er að senda póst á bl@bl.is til að fá sérstaka uppflettingu.


mbl.is