Þreföld sumarsæla Mitsubishi

Ferðalög og útivist leika aðalhlutverkið í stóra salnum þar sem ...
Ferðalög og útivist leika aðalhlutverkið í stóra salnum þar sem Outlander PHEV og útivistarbúnaður af öllu tagi koma saman.

Laugardaginn 27. apríl ætlar bifreiðaumboðið Hekla að hylla komandi sumar með  hátíðarhöldum í Mitsubishi-salnum frá klukkan 12 til 16.

Veislustjóri verður Gunnar Helgason, rithöfundur, leikari og veiðimaður. Hann mun stjórna sumarleikjum fyrir unga sem aldna og sex heppnir krakkar fá nýjustu bókina hans; Barist í Barcelona.

Einn af hápunktum dagsins verður svo bakkkeppni á Mitsubishi L200 þar sem heiður og bikar eru að veði.

Auk Gunnars Helgasonar verða á svæðinu Vargurinn Snorri Rafnsson, sem mætir á sérútbúna L200 Vargsbílnum sínum og kynnir hörkutilboð á L200. Eggert Skúlason úr Sporðaköstum spjallar um þættina sína og segir veiðisögur.

Salurinn opnar klukkan 12.00 og honum verður skipt niður eftir áherslum. Þannig fagnar Mitsubishi leikjasumrinu með krökkum á öllum aldri í fremri salnum við aðalinnganginn þar sem veislustjóri leiðir leiki og les upp úr bók sinni. Þeir sem taka þátt í getraun geta átt möguleika á að vinna bókina en dregið verður úr potti á hálftíma fresti.

Veiðisumrinu verður fagnað í sér útbúnu rými þar sem Vargurinn og Eggert Skúlason ráða ríkjum. Tilboð verður á veiðikortinu sem veitir leyfi til veiði í 34 vötnum allt í kringum landið. Veiðiflugur kynna íslenskan veiðibúnað, Baldur Hermannson fluguhnýtari verður á staðnum og GG Sport kynnir veiðikajaka og búnað fyrir vatnaveiðimenn.

Ferðalög og útivist verða í aðalhlutverki í stóra salnum þar sem Outlander PHEV jeppinn og útivistarbúnaður af öllu tagi koma saman, auk þess sem Ísorka kynnir hleðsluþjónustu sína við ferðalanga. Tilboð verður á bílum í ferðalagið, ásamt ýmsum búnaði, og allir krakkar fá sumargjafir og ís.

Tilboð verða á fjölþættum bílum í ferðalagið.
Tilboð verða á fjölþættum bílum í ferðalagið.
Gunnar Helgason stýrir atburðum.
Gunnar Helgason stýrir atburðum.
mbl.is