Subaru á toppnum fimm ár í röð

Ascent er nýr sjö manna sportjeppi Subaru á markaði Norður-Ameríku.
Ascent er nýr sjö manna sportjeppi Subaru á markaði Norður-Ameríku.

Subaru í Bandaríkjunum hlaut í fyrri viku verðlaun Kelley Blue Book‘s sem sá bílaframleiðandi sem nýtur mesta traustsins á markaði Norður-Ameríku.

Þetta er fimmta árið í röð sem Subaru hlýtur verðlaunin vestanhafs. Kelley Blue Book er einn helsti neytendavefurinn á bílamarkaði Norður-Ameríku og virtur á sínu sviði vegna mikillar aðstoðar og upplýsinga sem bílkaupendur njóta á honum. Vefurinn birtir m.a. árlega skýrslu um bílamarkaðinn, einstaka framleiðendur og bílgerðir þeirra, bæði nýja og notaða, þar sem m.a. er litið til bilanatíðni og öryggis.

Í Bandaríkjunum og Kanada selur Subaru um 70% allrar bílaframleiðslu sinnar. „Ástæður þess hve vinsælir bílarnir eru á markaðnum þar má meðal annars þakka fjórhjóladrifinu, lágri bilanatíðni og miklum aksturseiginleikum, kostum sem geta skipt miklu máli fyrir fjölskyldur í aðstæðum þar sem skiptast á sólrík sumur og kaldir og þungfærir vetur, ekki síst í dreifbýli. Þá er Subaru á heimavelli,“ segir í t ilkynningu.

Sem dæmi má nefna að Subaru er eini bílaframleiðandinn í Norður-Ameríku sem býður fólksbíl í sedan-útfærslu með fjórhjóladrifi, bílgerð sem stór hópur neytenda kýs umfram jeppling.

mbl.is