10.000 VW ID. 3 seldir á sólarhring

Frá upphafi sölu á Volkswagen ID. 3
Frá upphafi sölu á Volkswagen ID. 3

Forsala á Volkswagen ID. 3 , fyrstu rafbílunum sem byggðir eru á MEB-grunni VW, hófst í fyrradag þegar Jürgen Stackmann hjá VW-samsteypunni opnaði fyrir forsölu á sama tíma í 29 löndum í Evrópu.

„Forpöntunarsíða Volkswagen lá niðri í um eina og hálfa klukkustund í gær og fyrstu tölur frá öllum mörkuðum sem hófu forsölu í gær gefa til kynna að mikill áhugi sé á bílnum,“ segir í tilkynningu.

Hjá Heklu á Laugavegi var sýnt beint frá viðburðinum sem haldinn var í Berlín og boðið til hádegisverðar í Volkswagen salnum þar sem viðskiptavinir ásamt starfsfólki Heklu fögnuðu þessum tímamótum.

Fyrstu bílarnir sem seldir verða eru ID. 3 1st Edition. Um er að ræða sérstaka viðhafnarútgáfu af þessum nýju rafbílum með 58 kWh rafhlöðu. Áætlað er að með henni dragi bíllinn 420 km. Í langferð dugar 30 mínútna stopp til að hlaða bílinn með allt að 260 km drægi.

Rafbíllinn er sá fyrsti frá Volkswagen sem hannaður er frá upphafi sem rafbíll, en fram til þessa hafa raf- og tengiltvinnbílar Volkswagen allir verið byggðir á forverum sínum; Golf, Up! og Passat. Nýbreytni í hönnun ID. 3 eykur nýtanlegt rými töluvert og býður upp á framsæknari tækninýjungar en áður. Innanrými ID. 3 er svipað Passat að stærð en að utan er svipar honum til Golf.

Kominn á götuna í Þýskalandi mun ID. 3 1st Edition kosta undir 40.000 evrum

Rafbíllinn Volkswagen ID. 3 í viðhafnarútgáfu.
Rafbíllinn Volkswagen ID. 3 í viðhafnarútgáfu.
mbl.is