1 Golf = 3 x F35

Torséð F35 orrustuþota.
Torséð F35 orrustuþota.

Þær eru fróðlegar tölurnar sem teknar eru að leka úr höfuðstöðvum Volkswagen (VW)  í tengslum við komandi nýja kynslóð af VW Golf.

Fyrir áratug var þáverandi hugbúnaður vegna stafrænna kerfa í Golf upp á 10 milljónir kóðalínur.

Þær eru tífalt fleiri í nýja Golfinum, eða 100 milljónir. Ætli það sé þó nokkuð á borð við fullkomnustu orrustuflugvélar? Ó jú, og gott betur. Í nýjustu F35 þotunum bandarísku er hugbúnaður í þeim upp á aðeins 35 milljónir lína á flugvél.

Með öðrum orðum má segja, að einn Volkswagen Golf sé margfalt tæknilega flóknari en orrustuþota. En til hvers er allur þessi háþróaði hugbúnaður? Hvaða hlutverki er honum ætlað að gegna?

mbl.is