Samstarf um þróun vetnisbíla

Bosch og Powercell ætla smíða rafala fyrir vetnisbíla.
Bosch og Powercell ætla smíða rafala fyrir vetnisbíla.

Þýska raftækjafyrirtækið Bosch hefur gengið til samstarfs við sænska félagið Powercell um þróun og smíði efnarafala fyrir vetnisbíla.

Samstarfinu er ætlað að bera ávöxt árið 2022 er fyrstu efnarafalarnir koma á markað.

Í áætlunum Bosch fyrir framtíðina er gengið út frá því að allt að 20% rafbíla árið 2030 verði knúnir vetni.

Bosch á fyrir í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Nikola um framleiðslu efnarafala fyrir vöruflutningabíla. Powercell mun hafa afþakkað að taka þátt í því samstarfi.

mbl.is