Stal skærrauðum Ferrari 288 GTO

Bíllinn fannst nokkru síðar í bílskúr, en skærrautt lakkið hjálpaði …
Bíllinn fannst nokkru síðar í bílskúr, en skærrautt lakkið hjálpaði til við fundinn. Ljósmynd/Lögreglan í Düsseldorf

Tækifærissinnaður maður í bílahugleiðingum ákvað að stela sígildum Ferrari af gerðinni 288 GTO frá 1985 að reynsluakstri loknum í Düsseldorf í Þýskalandi á dögunum, en verðmæti bílsins er metið á tvær milljónir evra, eða rúmlega 275 milljónir íslenskra króna.

Að sögn lögreglu í Düsseldorf hafði maðurinn mætt á bílasöluna með leigubíl. Að loknum tveggja tíma reynsluakstri, þegar komið var að næsta hugsanlega kaupanda, greip hann til sinna ráða.

Þegar bílasalinn steig út úr bílnum nýtti hann tækifærið, steig á bensíngjöfina og brunaði í burtu.

Bíllinn fannst nokkru síðar í bílskúr, en skærrautt lakkið hjálpaði til við fund bílsins eftir að lögreglan óskaði eftir aðstoð almennings við að finna bílinn.

Þjófsins er nú leitað í Þýskalandi.
Þjófsins er nú leitað í Þýskalandi. Ljósmynd/Lögreglan í Düsseldorf

Þjófurinn er hins vegar enn ófundinn, en lögreglan hefur lýst eftir honum og birt af honum mynd í von um að hann finnist.

Samkvæmt upplýsingum frá bílasalanum var bíllinn áður í eigu Formúli 1 kappans Eddie Irvine, sem keppti á Ferrari á árunum 1996 til 1999.

Frétt BBC

mbl.is