18,99% falla í fyrstu skoðun

Ástand bíls vegið og metið í skoðunarstöð.
Ástand bíls vegið og metið í skoðunarstöð.

Kröfur sem gerðar eru um ástand bíla hafa farið harðnandi og afleiðingin sú, að stöðugt hærra hlutfall þeirra hefur fallið í aðalskoðun.

Að sögn franska bílablaðsins Auto Plus hlutu 18,99% léttra bíla falleinkunn í heimsókn á skoðunarstöðvar. Var það hækkun frá árinu 2017 er 18,56% bíla féllu.

Á fyrstu fimm mánuðunum í fyrra þurftu 17,05% bíla að sæta aukaskoðun en hlutfallið var enn hærra síðustu sjö mánuði ársins, eða 20,92%.

mbl.is