Einn kemur þá annar fer

Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí.
Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. AFP

Einn kemur þá annar fer, þau orð eiga vel um bílaframleiðslu.   Volkswagen hefur nefnilega ákveðið að hætta framleiðslu rafbílsins e-Golf, aðeins um fimm árum eftir að hann kom fyrst á götuna.
 
Í öndverðu þótti allt benda til að hér gæti orðið  um vinsælan og eftirsóttan bíl. Nú virðast örlög hans blasa við en Volkswagen hefur nýverið kynnt arftaka hans, VW ID.3.

Þrátt fyrir brottför rafgolfs verður hinn hefðbundni VW Golf með brunavél áfram við lýði. Stutt er í að áttunda kynslóð bílsins komi á markað, en frumgerðin kom fyrst á götuna 1974 með það hlutverk að leysa Bjölluna af hólmi.

Árlega eru framleidd um tvær milljónir eintaka af Golf en einungis um 16.000 þeirra hafa verið e-Golf og helmingur þeirra hefur verið seldur í Noregi.

Rafbíllinn VW ID.3 virðist ætla að fá fljúgandi start, því af 30.000 bíla framleiðslu fyrstu útgáfunnar, 1ST, voru 10.000 „rifin út“ á fyrsta söludegi.  

Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. …
Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. Skipti hann auðveldlega litum. AFP
Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. …
Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. Skipti hann auðveldlega litum. AFP
Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. …
Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. Skipti hann auðveldlega litum. AFP
Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. …
Volkswagen ID 3 sýndur á blaðamannafundi í Berlín 8. maí. Skipti hann auðveldlega litum. AFP
mbl.is