Ungt fólk kaus Peugeot 206

Peugeot 206.
Peugeot 206.

Ungt fólk sem er að fóta sig á brautum lífsins kaupir heldur notaðan bíl en nýjan, enda pyngja þess oftast léttari en þeirra eldri.

Til að átta sig á því hvernig eftirspurnin liggur er því spurt hvort einhver bílamódel séu eftirsóknarverðari í  augum ungra neytenda en önnur.
 
Í tilfelli 20 ára og yngri Frakka skera tvö módel sig nokkuð úr 2018, hinn gamli Peugeot 206 og fyrsta kynslóð Renault Clio. Keyptu 15.582 ungir neytendur Peugeot 206 og 15.259  Clio.

Í þriðja sæti varð Volkswagen Polo með 8.653 eintök. Í næstu sætum voru svo þriðja kynslóðin af Clio, Peugeot 207, Opel Corsa og Ford Fiesta.

Þeir í þessum aldursflokki, undir tvítugu, sem keyptu nýjan bíl 2018 völdu flestir Clio 4, eða 229. Í næstu sætum urðu Peugeot 208 (172), Polo (159) og Dacia Sandero (124).

mbl.is