JóiPé, Króli og pylsupartí á Skoda daginn

Skoda Fabia
Skoda Fabia

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Tónlistarmennirnir Jói P. og Króli taka nokkur lög og salurinn  verður fullur af Skoda bílum.

Jepplingabræðurnir Kodiaq og Karoq láta sig ekki vanta en þeir hafa slegið í gegn. Nýjasta útfærslan af þriðju kynslóð Skoda Fabia er komin til landsins og verður til sýnis. Hann er orðinn enn rúmbetri ásamt því að aksturs- og öryggiskerfum hefur fjölgað. Ytra útliti hefur uppfært og Fabia skartar nú LED ljósum að framan og aftan og bæði ljós og grill hafa fengið andlitslyftingu.

Vinsæli fjölskyldubíllinn Skoda Octavia fagnar 60 árum á árinu og henni fylgir sérstakur afmælispakki.

„Skoda dagurinn er árlegur viðburður sem hefur fest sig í sessi sem hátíðardagur allra Skoda unnenda,“ segir Valgeir Erlendsson vörumerkjastjóri Skoda. „Það er orðið að reglu að bjóða upp á pylsur og einhverja skemmtun og að þessu sinni taka þeir JóiPé og Króli lagið. Það skapast alltaf ákaflega góð stemning í salnum okkar og ég á ekki von á öðru en að það verði bullandi stuð á laugardaginn,“ segir Valgeir.

Skoda Kodiaq
Skoda Kodiaq
Skoda Karoq.
Skoda Karoq.
mbl.is