Renault sló brautarmetið

Laurent Hurgon við Renaultinn eftir hraðametið.
Laurent Hurgon við Renaultinn eftir hraðametið.

Heitasti bíll Renault um þessar mundir er  Megan R.S. Trophy-R. Það segir allt um ágæti hans að á dögunum  setti hann brautarmet í hinni annáluðu fornu kappakstursbraut í Þýskalandi, Nürburgring.

Þróunarökumaður Renault, Laurent Hurgon, fór hina 20,8 kílómetra braut á 7:40,10  mínútum og var því þremur sekúndum fljótari í förum en Honda Civic Typr R sem átti gamla metið, 7:43,8 mín., frá 2017.  

Um er að ræða met fyrir bíla með framhjóladrifi eingöngu.

Megane R.S. Trophy-R er búinn fjögurra 1,8  lítra vél með forþjöppu er skilar 300 hestum til framhjólanna. Í bílnum er sex hraða  handskiptur gírkassi. Er þetta sama vélin og í venjulegri Megan R.S. en Trophy-R bíllinn er hins vegar heilum 130 kílóum léttari. Sömuleiðis er undirvagninn og yfirbyggingin uppfærð og hefur rásfestan aldrei verið meiri.
   
Megane R.S. Trophy-R verður frumsýndur í Mónakó á morgun, föstudaginn 24. maí, í tengslum við formúlu-1 kappaksturinn þar. Þessi bíll verður framleiddur í aðeins nokkur hundruð eintaka.

Metakstur Hurgon í „Nordschleife“, eins og brautin er oftast kölluð, má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Betra er að halda sér fast í þessum hraðskreiða bíl:

mbl.is