Um 95,7 milljónir

Kínverskir Geely bílar á bílasýningunni í Sjanghæ fyrir mánuði. Smíðuð …
Kínverskir Geely bílar á bílasýningunni í Sjanghæ fyrir mánuði. Smíðuð var 27,81 milljón bíla í Kína árið 2018. AFP

Smíðaðar voru samtals 95,7 milljónir bíla í veröldinni í fyrra, 2018, að sögn franska bílaritsins Auto Plus.

Þetta er þó ekki met því árið áður, 2017, voru smíðaðar 97 milljónir bíla. Munaði mest um 4% samdrátt í Kína, stærsta bílaframleiðslulandi heims, en þar var smíðuð 27,81 milljón bíla 2018.

Næst á eftir Kína koma Bandaríkin en þar í landi runnu 11,3 milljónir bíla af færiböndum bílsmiðjanna. Í þriðja sæti varð Japan með 9,73 milljónir bíla.

Í Þýskalandi voru smíðaðar 5,12 milljónir bíla sem er 9% samdráttur og féll landið niður í fimmta sæti fyrir bragðið; Indland skaust upp fyrir en þar nam bílaframleiðslan 5,17 milljónum eintaka sem er 8% aukning.

Frakkland var í níunda sæti á lista yfir helstu bílaframleiðslulönd í fyrra. Þar voru framleiddar 2,27 milljónir bíla sem er 2% aukning frá 2017. Milli Þýskalands og Frakklands á listanum voru Mexíkó, Suður-Kórea og Spánn.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: