Býsn enskra í Frakklandi

Mini á öflugan og fjölmennan hóp aðdáenda í Frakklandi.
Mini á öflugan og fjölmennan hóp aðdáenda í Frakklandi.

Spurning vikunnar í franska bílaritinu Auto Plus er hversu mikið sé af enskum bílum á frönskum vegum, og nær þá hugtakið enskur líka yfir önnur lönd Stóra-Bretlands.

Í ljós kemur að breskir bílar á götum Frakklands eru samtals 853.646, eða einungis 2% allra bíla þar í landi. Alls er um að ræða 14 ensk merki.

Eitt bílheiti hefur mikla yfirburði því af ensku heildinni eru 43,7% frá Mini. Í öðru sæti eru bílar frá Rover með 21,7% og svo Land Rover en hlutfall þeirra er 20,7%.

Aðrir breskir bílar á frönsku bifreiðaskránni eru MG (19.594), Triumph (11.332), Lotus (6.937), Aston (4.200), Morgan (3.034), Bentley (3.001), Rolls Royce (1.840),  Caterham (1.728), McLaren (217) og Austin (38).  

mbl.is