Með arfgengan áhuga á Range Rover

Til daglegra nota hefur Eyjólfur prýðilegan Suzuki Vitara sem hentar …
Til daglegra nota hefur Eyjólfur prýðilegan Suzuki Vitara sem hentar undir öll þau tæki og tól sem tónlistarmaðurþarf að flytja á milli tónleikastaða. Stundum stelst hann síðan í bíl frúarinnar, þennan líka fína BMW X1. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sennilega var það í gegnum föður sinn, Kristján B. Þorvaldsson, að Eyjólfur Kristjánsson smitaðist af hæfilega vægri bíladellu. „Hann pabbi var áhugamaður um fallega bíla og yfirleitt vildi hann hafa þá í dýrari kantinum,“ segir Eyjólfur.

„Pabbi Keypti Range Rover árið 1973 og var það sennilega fyrsta árgerðin af þeim bílum sem flutt var inn til Íslands. Þetta var ökutæki ólíkt öllum þeim sem þá voru í boði og man ég hvað sætin í honum voru þægileg, en þau hlutu einmitt sérstök verðlaun.“

Eyjólfur er yngstur af sex systkinum og fimm ár á milli hans og næsta barns á heimilinu. Voru því eldri systkini hans flutt að heiman þegar Eyjólfur var orðinn nógu gamall til að taka bílpróf. Kann það að skýra hvers vegna hann átti ekki í nokkrum vanda með að fá að láni drossíurnar á heimilinu. „Pabbi var mjög opinn fyrir þessu og auðsótt að komast í bílana hans. Breytti þar litlu um þótt ég klessukeyrði þá hægri-vinstri.“

Í órétti á eðalbíl

Minnist Eyjólfur þess t.d. þegar hann átti erindi í Þingholtin árið 1981, þá um það bil tvítugur. „Ég var þá á Range Rovernum hans pabba, '78-árgerð, og vildi ekki betur til en svo að ég varð valdur að þriggja bíla árekstri og í algjörum órétti,“ segir Eyjólfur en slysið bar þannig til að hann ók út á gatnamót án þess að veita því eftirtekt að annan bíl í rétti bar þar að á sama tíma. „Keyrði hann rakleiðis utan í mig, svo ég kastaðist utan í þriðja bílinn sem lagt var fyrir utan breska sendiráðið. Var Range Roverinn óökufær eftir slysið og þurfti að draga hann af vettvangi.“

Slapp Eyjólfur vel, bæði óslasaður og án fjárhagstjóns. „Ég bauðst til að borga fyrir viðgerðina en pabbi vildi ekki sjá það, og óhappið hafði engin áhrif á það að ég fengi fleiri bíla lánaða.“

Væntanlega skrifast það á þessi fyrstu kynni Eyjólfs af Range Rover að breski bílaframleiðandinn er áberandi í draumabílskúrnum hans hér að neðan. Segir Eyjólfur ekki erfitt að dást að þessum ökutækjum þótt stundum sé ekki tekið út með sældinni að eiga þau. Sjálfur flutti hann inn ársgamlan bandarískan Range Rover árið 2004 og þótti ekki amalegt að eiga svo veglega bifreið. „Það er verst hvað það getur verið kostnaðarsamt að sinna viðhaldi og viðgerðum á þeim, og stundum eins og þessi rándýri bíll eigi það til að gefa hreinlega upp öndina sísvona. Er samt fátt sem jafnast á við Range Rover í íburði og aksturseiginleikum og t.d. liggja þeir svakalega vel á malarvegum. Held að varla væri hægt að finna betri bíl til að aka um landið.“

Væri ágætt að eiga einkaþotu

Athygli vekur að Eyjólfur vill gjarnan hafa eina einkaþotu í draumabílskúrnum. Hefur hann augastað á Cessna Citation en finna má átta þotur innan Citation-línunnar sem hafa 1.550 til 4.500 sjómílna drægi. Á Citation Longitude gæti hann t.d. flogið rakleiðis frá Keflavík til Seattle í vestri eða Teheran í austi. Fyrst myndi Eyjólfur samt þurfa að ljúka flugnáminu: „Ég var unglingur þegar ég byrjaði að læra flug en þurfti að hætta 18 ára gamall því móðir mín þvertók fyrir að pabbi lánaði mér fyrir frekari flugtímum og ég hafði rkki efni á að borga fyrir námið úr eigin vasa,“ segir Eyjólfur og tekur ekki fyrir það að láta slag standa og útskrifast með einkaflugmannspróf við tækifæri. „Kannski er ég orðinn of gamall til þess – hver veit – en ég færi létt með að koma lítilli eins hreyfils Cessnu á loft og aftur niður á jörðina.“

ai@mbl.is

Sjá bílana - og þotuna - í draumabílskúr Eyjólfs í  Bílablaði Morgunblaðsins sem út kom á þriðjudag.

Range Rover autobiography SV, svartur meðljósri innréttingu. Einfaldlega minn óskadraumur …
Range Rover autobiography SV, svartur meðljósri innréttingu. Einfaldlega minn óskadraumur og ekki svo fjar-lægur í raun og veru.
Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll væri Porsche Macan S, hvítur og …
Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll væri Porsche Macan S, hvítur og helst á krómfelgum.
Litli borgarbíllinn er VW Golf GTI, svartur. Hann hefur alltaf …
Litli borgarbíllinn er VW Golf GTI, svartur. Hann hefur alltaf verið í mikl-um metum hjá mér, sérstaklega þegar ég var nýbúinn að fá bílpróf.
Range Rover Sport HSE, hvítur. Finnst hann flott hannaður og …
Range Rover Sport HSE, hvítur. Finnst hann flott hannaður og lang fallegastur í hvítum lit.
Rolls Royce Silver Shadow var uppáhald föður míns. Myndi heiðra …
Rolls Royce Silver Shadow var uppáhald föður míns. Myndi heiðra minningu hans með einu eintaki.
Dart Swinger. Var hugfanginn af þeim bílum þegar ég var …
Dart Swinger. Var hugfanginn af þeim bílum þegar ég var í grunnskólanámi í Vogaskóla.
Í mínu villtustu draumum ætti ég Cessna Citation einkaþotu sem …
Í mínu villtustu draumum ætti ég Cessna Citation einkaþotu sem kæmi mér á hvaða golfvöll sem væri í heiminum, enda lærði ég að fljúga sem ungur piltur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »