Stórsýning Mercedes-Benz atvinnubíla

Askja kynnir nýjan Mecedes-Benz Actros á morgun.
Askja kynnir nýjan Mecedes-Benz Actros á morgun.

Bílaumboðið Askja verður með stórsýningu á Mercedes-Benz atvinnubílum á Krókhálsi 11 á morgun, laugardag kl. 12-16.

„Nýr Mecedes-Benz Actros verður kynntur en þessi stóri og sterki atvinnubíll er bæði fjölhæfur og tæknivæddur. Nýr Actros kemur með ótal nýjungum sem gerir hann að sannkölluðu tæknitrölli. Má þar nefna 15" skjá sem leysir hliðarspegla af hólmi auk þess að minnka loftmótstöðu og eldsneytiseyðslu. Actros er nú með lyklalaust aðgengi og mælaborðið er stafrænt svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningu.

Auk Actros verður Unimog kynntur til leiks en saga þessa vinnuþjarks spannar alls 70 ár.

Einnig verður sendibílalína Mercedes-Benz á svæðinu og má þar nefna nýjan Sprinter, Vito, Citan, V-Class og 35“ breyttur X-Class.

Sérhæfðir atvinnubílar frá viðskiptavinum Öskju verða einnig til sýnis. Má þar nefna 22 metra langan mokstursbíll, Sprinter kassabíla og Setra hópferðabíla.

Auk sýningar á atvinnubílum verður kynning á nýju sendibílaverkstæði. Það er afar sérhæft og hlaðið nýjasta og fullkomnasta búnaði. Verkstæðið opnar formlega í júní.

mbl.is