Lúxusbíll á beltum

Bentleyinn óvenjulegi þarf meira pláss þegar beltin eru undir.
Bentleyinn óvenjulegi þarf meira pláss þegar beltin eru undir.

Hugumstórir og fífldjarfir rússneskir hafa gripið til óvenjulegs uppátækis að breyta Bentley lúxusbíl þann veg að setja megi hann á belti í stað hjóla.

Óljóst er hver áform Rússanna eru önnur en að sanna að einhver hugmynd sé ekki óraunhæf. Áður en þeir komu til sögunnar hefur tæpast nokkrum manni órað fyrir að eiga eftir að sjá Bentley lúxusbíl á beltum eins og skriðdreki væri.

Við fyrstu sýn virðist sem Bentleyinn rússneski sé flottasti  beltadreki sem sögur fara af. Nefna aðstandendur skrímslisins það „Ultratank“. Fátt er síðan auðveldara en taka hann af beltunum ógurlegu og skjóta hjólunum undir hann að nýju.

Tilraunir með farartækið eru nýbyrjaðar og strax byrjaði vélin að hrella aðstandendur sína. Hún hefur til hneigingu að kæfa sig á litlum snúningshraða. Þarf að endurskoða uppsetningu vélarinnar og snúningshraðastillingar. Upprunalega W12 vélin var tekin úr drekanum og í staðinn sett  V8 og 4,3 lítra Toyotavél sem talin var brúklegri fyrir skriðdrekann. Farartækið óvenjulega má sjá í akstri í meðfylgjandi myndskeiði.

Tilraunir eru hafnar með Bentleyinn óvenjulega.
Tilraunir eru hafnar með Bentleyinn óvenjulega.
Bentleyinn fer létt með ýmiss konar torfærur.
Bentleyinn fer létt með ýmiss konar torfærur.
mbl.is