Öðlast nýtt líf

Fiskar eiga eftir að synda um og inn í flakið …
Fiskar eiga eftir að synda um og inn í flakið af Peugeot 404 bílnum undan Líbanon.

Bílflök öðlast sum hver nýtt  líf, ef svo mætti segja, eftir að akstri þeirra um vegina lýkur.

Þetta á til að mynda við um flakið af Renault 404 sem sjá má látið síga í sæ á meðfylgjandi ljósmynd. Það verður hluti af neðansjávarrifi við eyna Zira undan borginni Sidon í Líbanon.

Auk þessa bíls slökuðu „vinir Zira og Sidonstrandar“ nokkrum flugvélum, þyrlum, hergögnum og bílum niður í sjóinn í síðustu viku. Þar er verið að búa til neðansjávargerði sem samtökin segja munu með tímanum endurnýja jafnvægi í lífríki í hafinu, auðga kóralrif og vekja athygli á umhverfisvernd.

Fiskar eiga eftir að synda um og inn í flakið …
Fiskar eiga eftir að synda um og inn í flakið af þessari þotu við eina Zire undan Líbanon. AFP
Aflögð tól líbanska hersins, þyrlur og stórskotabyssur, hvíla nú á …
Aflögð tól líbanska hersins, þyrlur og stórskotabyssur, hvíla nú á hafsbotni við Zire í þágu umhverfisverndar. AFP
mbl.is