Hyundai með áherslu á vetnið

Næsta kynslóð vetnisbíls Hyundai.
Næsta kynslóð vetnisbíls Hyundai.

Kóreski bílsmiðurinn Hyundai mun standa framar öðrum framleiðendum hvað varðar notkun vetnis sem aflgjafa bíla.

Sae Hoon Kim, einn af framkvæmdastjórum Hyundai, segir við viðskiptablaðið Financial Times,  að nú sé komið að því að þróa vetnisvél sem gangi hvar í veröldinni sem er.

Segir Kim að fyrirtæki sitt hafi þörf fyrir að aðrir framleiðendur kaupi vetnistæknina af Hyundai. Mun bílsmiðurinn ætla að verja sjö milljörðum dollurum næstu árin í að þróa hana til enn betri vegar.

mbl.is