Goðsögn kvödd

Jaguar XJ hefur runnið skeið sitt á enda.
Jaguar XJ hefur runnið skeið sitt á enda.

Fyrir viku, þann 5. júní, urðu tímamót í bílsmiðju Jaguar í Bretlandi en þá rann af færiböndum hennar síðasta eintakið af XJ-bílnum annálaða.

Jaguar XJ hefur verið í hávegum hafður allt frá því fyrsta eintakið kom á götuna 1968. Var hann lengi leiðandi bíll í flokki limúsína.

Síðan bættist vo við Jaguar XJ40 fyrir rúmum 30 árum, en hann var af léttara taginu enda smíðaður úr áli í stað stáls.

Þetta eru forverar X351-seríunnar núverandi sem fyrst kom á götuna fyrir áratug. Nú er sögu þeirra lokið og næsti bíll úr smiðju Jaguar verður væntanlega hreinn rafbíll.

Íburður í lúxusbílnum Jaguar XJ.
Íburður í lúxusbílnum Jaguar XJ.
mbl.is