Ró getur brotnað við högg

Táknmerki Mercedes-Benz
Táknmerki Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja hefur innkallað afturhjóladrifna Mercedes-Benz bifreið með rafmagnsstýri.

Rannsóknir benda til þess að við ákveðið högg á hjólbarða getur ró á stýrisvél bílsins brotnað. Við innköllun er skipt um stýrisvélina, samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu.

Þá hefur Askja ennfremur innkallað tvær Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að háljósastýringar virki ekki sem skyldi. Þetta getur þýtt að háu ljósin virkist ekki sjálvirkt og að ekki sé hægt að slökkva á þeim sé sjálfvirka ljósastillingin virk. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu og tekur um það bil 30 mínuútur.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

mbl.is