Stærsta vinnuvélasýning frá upphafi

Sýning Kraftvéla verður að Dalvegi 6-8 í Kópavogi.
Sýning Kraftvéla verður að Dalvegi 6-8 í Kópavogi.

Þeir segja að líklega sé um að ræða stærstu vélasýningu sem haldin hefur verið á Íslandi.

Hér er um að ræða vinnuvélasýningu Kraftvéla sem haldin verður í dag á athafnasvæði fyrirtækisins að Dalvegi 6-8 í Kópavogi. 

Sýningin  mun standa yfir á milli 17 og 20. Á henni gefur að líta vélar og tæki frá 800 kílóum  upp í 73 tonn.

„Í 27 ára sögu Kraftvéla höfum við aldrei haldið jafn stóra vinnuvélasýningu og getum auðveldlega fullyrt að þetta sé stærsta vinnuvélasýning á Íslandi í rúmlega áratug og jafnvel frá upphafi,“ segir í tilkynningu.

Á sýningunni verða rúmlega 40 tæki, allt frá 900kg smágröfum fyrir sumarbústaðaeigendur til 73 tonna jarðýtu fyrir námuvinnslu á Íslandi – og allt þar á milli.

Á sýningunni verður lifandi tónlist, Hamborgarabúllan sér um grillið og veðurspáin lofar góðu. 

„Við í Kraftvélum ákváðum að blása til þessarar stórsýningar vegna þess hversu mikið verkefnastaða jarðvinnuverktaka á Íslandi hefur batnað á undanförnum árum og mun vonandi halda áfram að batna með auknum verkefnum frá hinu opinbera,“ segir í tilkynningunni fyrrnefndu.

mbl.is