200 Lamborghini til fagnaðar

Frá Lamborghini deginum í Yokohama í Japan.
Frá Lamborghini deginum í Yokohama í Japan.

Japan er mikilvægur markaður fyrir ítalska sportbílasmiðinn Lamborghini. Gerir hann í því að treysta bönd við kaupendur ofurbílanna annáluðu.

Því er árlega haldinn svonefndur Lamborghinidagur þar sem margt er sér til skemmtunar gert. Tilganginum hefur verið náð því dagurinn vekur nú orðið mikla athygli í Japan.

Að sjálfsögðu er farið í ökuferðir og þykir það til mikil tilbreyting í hversdaginn þegar rúmlega 200 ítölsku fákanna líða um götur Yokohamaborgar og nágrennis hennar.

mbl.is