4,4 milljarðar evra í arð

Renault hefur ávaxtað vel pundið frá því það keypti stóran …
Renault hefur ávaxtað vel pundið frá því það keypti stóran hlut í Nissan í forstjóratíð Carlos Ghosn sem grunaður er um að misfara með fjármuni fyrirtækjanna í eigin þágu. Er hann hér leiddur út úr fangelsi í Japan í nóvemberlok. AFP

Kaup franska bílsmiðsins Renault á 43,4% hlutafjár í japanska bílaframleiðandanum Nissan hefur borið góðan ávöxt.

Rekstur og afkoma Nissan hefur verið með miklum ágætum á tímatbilinu og skilað góðum arði. Af þeim arfi sem greiddur hefur verið út komu 4,4 milljarðar evra í hlut Renault.

Frá falli Charles Ghosn hins franska sem forstjóra Nissan [og Renault einnig] í haust hefur vindur farið úr seglum. Til marks um það varð hrun í veltunni og hún 56 milljónum evra minni á fyrsta fjórðungi 2019 miðað við sama tímabil í fyrra. agas@mbl.is

mbl.is