Arteon bestur í hjólhýsadrætti

Volkswagen Arteon þótti liprastur og öruggastur í drætti hjólhýsa 2019.
Volkswagen Arteon þótti liprastur og öruggastur í drætti hjólhýsa 2019.

Besti dráttarklárinn í ár, ef svo mætti segja um bíla með hjólhýsi í eftirdragi, er Volkswagen Arteon.

Þetta er niðurstaða árlegrar prófunar vegna svonefndra Tow Car viðurkenningar sem félag breskra hjólhýsaeigenda stendur fyrir í samstarfi við nokkur tímarit, meðal annars bílablaði What Car?

Í fyrra hlaut BMW 520d hnossið, árið 2017 var það Land Rover Discovery og 2016 Skoda Superb.

Volkswagen hefur þrisvar áður stungið af með viðurkenninguna, eða 2007, 2011 og 2015 með Passat langbak. Með fjórðu viðurkenninguna getur Arteon státað sig af að vera besti dráttarbíllinn 2019.

Til að stuðla að því að rauntækri niðurstöðu og jöfnum samanburði milli bíla var hjólhýsið sem dregið var 85% af tómaþyngd viðkomandi bíls.

stendur fyrir svonefndum Tow Car viðurkenningum. á færni bíla til dráttar sem þessa. Tveir aðrir bensínbílar komu mjög á óvart í könnuninni.

Í ár voru 40 bílar metnir tl viðurkenningarinnar en auk heildar viðurkenningar voru í húfi viðurkenningar fyrir nokkra þyngdarflokka, fyrir tengiltvinnbíla og fyrir sparsemi í eldsneytisnotkun.

Niðurstöður prófananna má annars lesa hér

mbl.is