Ódýrari viðgerðir

Þeir eru margir íhlutirnir í hverjum bíl.
Þeir eru margir íhlutirnir í hverjum bíl.

Til að knýja fram ódýrari viðgerðir á bílum hafa yfirvöld í Þýskalandi ákveðið að uppræta höfundaréttarvörn sem veitt hefur bílaframleiðendum einokun á sölu varahluta.

Um er að ræða varahluti fyrir þá parta bílsins sem eru sjáanlegir, eins og hurðir, aurbretti, stuðara, vélarhlífar og þar fram eftir götunum. Íhlutasmiðir fá því frítt spil

Þessar aðgerðir þýsku stjórnarinnar hafa ekki fallið í kramið hjá bílsmiðum. „Varasamt inngrip,“ segja þeir í mótmælum sínum. Af hálfu ríkisstjórnarinnar í Berlín er tilgangurinn að gefa neytendum kost á ódýrari bílviðgerðum.

mbl.is