Ungir keppnismenn kæta

Ungu ökumennirnir knýja bíla sína af öllum mætti í Goodwood.
Ungu ökumennirnir knýja bíla sína af öllum mætti í Goodwood.

Einhver vinsælasta keppnisgrein árlegu hraðafestivalsins í Goodwood í Englandi er svonefndur Settrington Cup.

Keppendur mega þeir einir vera sem eru á aldrinum 6 til 9 ára. Í bílum þeirra eru ekki aðrar vélar til að knýja þá áfram en fótstig. Þá leyfast einungis Austin J40 módel til keppni. Þeir voru upphaflega smíðaðir fyrir fatlaða kolanámumenn 1949. Finni menn einn slíkan falan nú til dags mega þeir hinir sömu reikna með að þurfa borga fyrir hann sem svarar að minnsta kosti 800.000 krónum íslenskum.     

Þar á ofan bættist kostnaður við að gera bílinn keppniskláran en fjölskyldur ungu ökumannanna hafa tilhneigingu að eiga við bílana og breyta til að ná meiru út úr þeim í keppni. Meðal annars er þungir íhlutir látnir víkja fyrir léttum og  upprunalegum legum skipt út fyrir legur með afar lítið núningsviðnám. Þá er átt við þá stundum saman til að ná ákjósanlegu jafnvægi í uppsetningu bílsins.

Loftfyllt dekk eru undirbílunum, flautur sem virka og ljós.

Keppnisfyrirkomulagið felur í sér ræsingu eins og í sólarhringskappakstrinum í Le Mans. Þegar rásmerkið hlaupa ungu ökumennirnir eins og fætur toga í bíla sína og stíga fótstigin sem ákafast. Lengd kappakstursins er aðeins rúmlega eitthundrað metrar sem reynist keppendunum ungu hin mesta úthalds- og þrekraun. Þulir mótsins lýsa keppninni af mikilli innlifun, eins og um raunverulega kappakstursbíla fullorðinna að ræða.

Ungu ökumennirnir knýja bíla sína af öllum mætti í Goodwood.
Ungu ökumennirnir knýja bíla sína af öllum mætti í Goodwood.
Það er stíll og stæll á ungu ökumönnunum í Settrington …
Það er stíll og stæll á ungu ökumönnunum í Settrington kappakstrinum árlega í Goodwood í Englandi.
mbl.is